Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 20:20 Fjárhagsstaða Gates er sögð slík að hann geti ekki staðið í kostnaðarsamri málsvörn fyrir dómstólum í lengri tíma. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26