Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2018 15:07 Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði frumvarpið fram á dögunum. Frumvarpið hefur nú þegar vakið athygli úti í heimi. Vísir/pjetur Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15