Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 13:30 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35