Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 13:56 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Vísir/Stefán Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp sem bannar umskurð drengja.Þetta kemur fram í umsögn Siðmenntar um frumvarpið. Þar segir að umræða um umskurð blossi upp öðru hvoru og er farið yfir að árið 2005 hafi Alþingi samþykkt bann við umskurði kvenna. „Í öllum umsögnum sem bárust var einróma tekið undir með innihaldi frumvarpsins. Orðanotkun svo sem limlesting, líkamsmeiðing, ofbeldi og önnur sterk lýsingarorð voru notuð til að rökstyðja stuðning við bannið árið 2005. Almenn sátt virtist ríkja um það á sínum tíma,“ segir í rökstuðningi félagsins. Þar segir að nú þegar komi til umræðu bann við umskurði drengja heyrist raddir um að sýna siðvenjum og trú það umburðarlyndi að banna ekki umskurð drengja, en að Siðmennt hafi skýra sýn á málið. „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskorin.“Réttur barns siðum og trú yfirsterkari Þá tekur félagið undir skoðun flutningsmanna frumvarpsins um að umskurður á ungum drengja sé brot á réttindum þeirra, nema aðgerðin sé talin nauðsynleg af heilsufarsástæðum. Þá ættu lögráða einstaklingar að geta óskað eftir umskurði eftir upplýsta skoðun og ákvörðun þar um. „Rétt er að minna á að þó að ýmsar siðvenjur eða hefðir hafi verið stundaðar í árhundruð eða þúsundir ára þá er það engin réttlæting að þær eigi að standa óhreyfðar um alla tíð,“ segir jafnframt í rökstuðningnum. „Umburðarlyndi gagnvart siðvenjum og trúarbrögðum er góðra gjalda vert. En þegar kemur að slíku inngripi á líkama ungra drengja er það skýrt að réttur barnsins skal vera siðum og trú yfirsterkari.“ Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp sem bannar umskurð drengja.Þetta kemur fram í umsögn Siðmenntar um frumvarpið. Þar segir að umræða um umskurð blossi upp öðru hvoru og er farið yfir að árið 2005 hafi Alþingi samþykkt bann við umskurði kvenna. „Í öllum umsögnum sem bárust var einróma tekið undir með innihaldi frumvarpsins. Orðanotkun svo sem limlesting, líkamsmeiðing, ofbeldi og önnur sterk lýsingarorð voru notuð til að rökstyðja stuðning við bannið árið 2005. Almenn sátt virtist ríkja um það á sínum tíma,“ segir í rökstuðningi félagsins. Þar segir að nú þegar komi til umræðu bann við umskurði drengja heyrist raddir um að sýna siðvenjum og trú það umburðarlyndi að banna ekki umskurð drengja, en að Siðmennt hafi skýra sýn á málið. „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskorin.“Réttur barns siðum og trú yfirsterkari Þá tekur félagið undir skoðun flutningsmanna frumvarpsins um að umskurður á ungum drengja sé brot á réttindum þeirra, nema aðgerðin sé talin nauðsynleg af heilsufarsástæðum. Þá ættu lögráða einstaklingar að geta óskað eftir umskurði eftir upplýsta skoðun og ákvörðun þar um. „Rétt er að minna á að þó að ýmsar siðvenjur eða hefðir hafi verið stundaðar í árhundruð eða þúsundir ára þá er það engin réttlæting að þær eigi að standa óhreyfðar um alla tíð,“ segir jafnframt í rökstuðningnum. „Umburðarlyndi gagnvart siðvenjum og trúarbrögðum er góðra gjalda vert. En þegar kemur að slíku inngripi á líkama ungra drengja er það skýrt að réttur barnsins skal vera siðum og trú yfirsterkari.“
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15