Argentínumenn biðla til Messi um að spara sig fyrir Ísland og HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 12:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi missir ekki af mörgum leikjum með Barcelona. Hann er stærsta stjarna liðsins og margir mæta á Barcelona-leiki til að sjá þenann frábæra fótboltamenn leika listir sínar í eigin persónu. Argentínumenn eru ekki eins hrifnir af því hvað Messi fær litla hvíld hjá Barcelona liðinu. Messi er algjör lykilmaður fyrir spænska liðið og liðið getur helst ekki verið án hans. Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur rætt þetta við Lionel Messi sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. Tapia vill að Messi spili færri leiki með Barcelona til að spara sig eitthvað fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem argentínska landsliðið mætir Íslandi í fyrsta leik 16. júní næstkomandi.AFA president Tapia: "I spoke with Messi for him to play less at Barcelona. To be careful, to play a little less." Worth noting Argentina coach Jorge Sampaoli also spoke with Messi in the past about him playing less this season in order to get to World Cup in ultimate shape. pic.twitter.com/5vheeIgvc5 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 13, 2018 Messi hefur verið í byrjunarliði Barcelona í 33 af 39 leikjum liðsins og ef það er eitthvað sem þú gerir ekki þá er það að taka Messi af velli. Þjálfarinn Ernesto Valverde hvíldi Messi í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu í leik á móti Espanyol 4. febrúar. Hann kom hinsvegar inná og bjargaði stigi fyrir Barcelona liðið. Messi er með 27 mörk og 14 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessari leiktíð.Claudio Tapia (Argentina President): "I've talked to Messi several times. I told him to be careful and play as few games as he can, because it's a World Cup year." pic.twitter.com/YwQdudZfsp — BarcaSpiral (@BarcaSpiral_) February 13, 2018 Tapia er ekki aðeins að hafa áhyggjur af þreytu hjá Messi heldur óttast hann einnig að þessi langbesti leikmaður liðsins meiðist í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Argentínumenn þurfa að fá Lionel Messi ferskan og í miklu stuði inn á HM ætli liðið að ná langt á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði þá fyrir Þýskalandi í framlengingu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Sjá meira
Lionel Messi missir ekki af mörgum leikjum með Barcelona. Hann er stærsta stjarna liðsins og margir mæta á Barcelona-leiki til að sjá þenann frábæra fótboltamenn leika listir sínar í eigin persónu. Argentínumenn eru ekki eins hrifnir af því hvað Messi fær litla hvíld hjá Barcelona liðinu. Messi er algjör lykilmaður fyrir spænska liðið og liðið getur helst ekki verið án hans. Claudio Tapia, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur rætt þetta við Lionel Messi sem er fyrirliði argentínska landsliðsins. Tapia vill að Messi spili færri leiki með Barcelona til að spara sig eitthvað fyrir HM í Rússlandi í sumar þar sem argentínska landsliðið mætir Íslandi í fyrsta leik 16. júní næstkomandi.AFA president Tapia: "I spoke with Messi for him to play less at Barcelona. To be careful, to play a little less." Worth noting Argentina coach Jorge Sampaoli also spoke with Messi in the past about him playing less this season in order to get to World Cup in ultimate shape. pic.twitter.com/5vheeIgvc5 — Roy Nemer (@RoyNemer) February 13, 2018 Messi hefur verið í byrjunarliði Barcelona í 33 af 39 leikjum liðsins og ef það er eitthvað sem þú gerir ekki þá er það að taka Messi af velli. Þjálfarinn Ernesto Valverde hvíldi Messi í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu í leik á móti Espanyol 4. febrúar. Hann kom hinsvegar inná og bjargaði stigi fyrir Barcelona liðið. Messi er með 27 mörk og 14 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessari leiktíð.Claudio Tapia (Argentina President): "I've talked to Messi several times. I told him to be careful and play as few games as he can, because it's a World Cup year." pic.twitter.com/YwQdudZfsp — BarcaSpiral (@BarcaSpiral_) February 13, 2018 Tapia er ekki aðeins að hafa áhyggjur af þreytu hjá Messi heldur óttast hann einnig að þessi langbesti leikmaður liðsins meiðist í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Argentínumenn þurfa að fá Lionel Messi ferskan og í miklu stuði inn á HM ætli liðið að ná langt á heimsmeistaramótinu í sumar. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum en tapaði þá fyrir Þýskalandi í framlengingu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Sjá meira