Útvarp Reykjavík Pálmi Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar