Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 17:01 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, James Mattis og aðrir varnarmálaráðherrar NATO. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27
Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00