Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2018 13:36 Sigríður er ánægð með viðbrögð lögreglunnar og telur málaflokknum ekki til framdráttar að einhver fjúki vegna málsins. „Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12
Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17
Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19