Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 13:13 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar. Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði hermönnum í síðustu viku að þeir ættu að skjóta uppreisnarkonur í píkuna. Þetta sagði hann í ræðu fyrir framan fyrrverandi uppreisnarmenn þann 7. febrúar. Hann gagnrýndi einnig konur sem ganga til liðs við uppreisnarhópa fyrir að yfirgefa börn sín. „Segið hermönnunum: Það er að berast ný skipun frá borgarstjóranum. Við munum ekki drepa ykkur. Við munum bara skjóta ykkur í píkuna. Svo það... Ef það er engin píka er þetta gagnslaust,“ sagði forsetinn samkvæmt opinberu eftirriti ræðu hans. Orðinu píka hefur þó verið skipt út fyrir fjögur bandstrik.Þar sem Duterte talar um borgarstjóra virðist hann vera að ræða um sjálfan sig. Hann var lengi borgarstjóri áður en hann varð forseti Flippseyja. Forsetatíð Duterte hefur einkennst að ofbeldi og hefur hann ítrekað talað með niðrandi hætti um konur. Eins og tekið er fram í frétt Washington Post grínaðist hann með að hafa ekki geta verið fyrstur að nauðga ástralskri konu sem var rænt í Filippseyjum og nauðgað af ræningjum sínum. Hann hefur einnig sagt hermönnum sínum að nauðga konum í átökum og tjáir sig ítrekað um myndarleika kvenna sem hann hittir. Að mestu virðist það eiga við konur í stjórnmálum sem gagnrýna hann eða stefnumál hans.Hans helsta kosningaloforð var að allir fíkniefnasalar og notendur í Filippseyjum yrðu drepnir. Frá því hann tók við völdum hafa þúsundir verið skotnir til bana af lögreglu eða vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið málið til skoðunar.
Tengdar fréttir Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35 Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32 Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Spurði yfirmann mannréttindastofnunar hvort hann væri barnaníðingur Forseti Filippseyja gerir að því skóna að yfirmaður nefndar sem rannsakar dráp öryggissveita hans á fólki í fíkniefnastríðinu sé hommi eða barnaníðingur vegna þess að hann hefur sérstaklega rannsakað dráp á táningum. 16. september 2017 19:35
Sonur og tengdasonur Duterte neita aðild að fíkniefnasmygli Skyldmenn forseta Filippseyja eru sakaðir um að hafa tekið þátt í að smygla fíkniefnum frá Kína. 7. september 2017 18:49
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
Duterte segist hafa drepið mann sem táningur Forsetinn, sem staddur er á fundi APEC, hótaði jafnframt að slá til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hafa mannréttindamál á sinni könnu, ef þeir yrðu á vegi hans. 10. nóvember 2017 08:32
Trump segir samband þeirra Duterte vera frábært Fundi forsetanna í Manila hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. nóvember 2017 08:29