

Upp, upp mín sál og allt mitt streð
Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“.
Stærstu mistök þróunarsögunnar
John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð.
Hvern erum við að sannfæra?
Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra?
„Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok.
John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar