Breytingar á keppnum UEFA gætu skilað íslensku félögunum meiri pening Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:00 Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Alls munu 26 lið fá beint sæti í riðlakeppnina í gegnum deildarkeppni í heimalandinu. Hin sex sætin skiptast á milli tveggja umspilskeppna, fjögur fyrir meistara landa í 11. sæti styrkleikaröðunar UEFA og neðar og tvö sæti sem lið í 2. eða 3. sæti í þeim löndum sem eru í 5.-15. sæti stykleikaröðunarinnar. Í stuttu máli þýðir þetta að Íslandsmeistarar munu hefja leik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar og berjast um eitt af þeim fjórum sætum sem í boði eru í „meistaraforkeppninni.“ Alls eru þrjár umferðir í forkeppninni að auki loka umspilinu og því þurfa lið frá Íslandi að vinna fjögur einvígi til þess að komast í riðlakeppnina. Breytingarnar munu taka gildi strax á næsta tímabili og hefja Íslandsmeistarar Vals því leik 10. eða 11. júlí í fyrstu umferð forkeppninnar. Lið sem detta út í „meistaraforkeppni“ Meistaradeildarinnar fara beint inn í samnefnda forkeppni Evrópudeildarinnar. Hún gefur átta sæti í riðlakeppninni og eru það bara lið sem hafa dottið út úr forkeppni Meistaradeildarinnar sem fara þar inn. Íslenskir bikarmeistarar og liðin í 2. og 3. sæti Pepsi deildarinnar (eða 2.-4. sæti ef bikarmeistararnir lenda í topp 4) koma inn í fyrstu umferð „deildarforkeppni“ Evrópudeildarinnar. Þar er barist um 13 sæti í riðlakeppninni í þremur umferðum og umspili. ÍBV, FH og Stjarnan munu leika fyrstu leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí. Guðjón Guðmundsson ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH. „Þetta lengir þennan veg og hann verður þrengri. Við þessa breytingu þá getum við átt von á því að það verði meira grettt fyrir hverja umferð. Við þurfum að meta það sjálf hvort við viljum meiri peninga fyrir færri leiki eða minni peninga fyrir fleiri leiki.“ Umræða er um að fjölga liðum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, og því gætu tækifærin verið ágæt fyrir Valsmenn að komast þar inn. Umfjöllun Gaupa og viðtalið við Jón Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Nánari útlistingu á öllum breytingunum og fyrirkomulagi keppnanna má lesa á vef UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira