Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2018 16:45 Jared Kushner hefur haft aðgang að leyniþjónustuupplýsingum þrátt fyrir að hafa ekki fengið umsókn sína um varanlega öryggisheimild samþykkta um margra mánaða skeið. Vísir/AFP Ekki liggur fyrir hvort að dóttir og tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi misst öryggisheimildir sínar sem veita þeim aðgang að ríkisleyndarmálum. Starfsmannastjóri Hvíta hússins breytti reglum um aðganginn fyrir helgi en Hvíta húsið vill ekki segja hvort að heimildir þeirra hafi verið afturkallaðar. Bæði Ivanka Trump og Jared Kushner, eiginmaður hennar, hafa verið með tímabundna öryggisheimild til að starfa fyrir ríkisstjórn Trump. Tafist hefur að samþykkja varanlegar heimildir fyrir þau vegna áhyggna alríkislögreglunnar FBI um atriði sem hafa komið fram við bakgrunnsrannsóknir á þeim. Tugir starfsmanna Hvíta hússins eru sagðir í sömu stöðu. John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, ákvað fyrr í þessum mánuði að breyta reglum um öryggisheimildir þannig að tímabundnar heimildir yrðu ekki lengur veittar til þeirra sem hafa ekki fengið umsóknir sínar afgreiddar frá því í júní í fyrra. Kelly tók þá ákvörðun eftir hneykslismál sem varðaði Rob Porter, náinn bandamann hans í Hvíta húsins. Í ljós kom að Porter hafði starfað með tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið þrátt fyrir að FBI hefði látið Hvíta húsið vita af ásökunum um að hann hefði beitt tvær fyrrverandi eiginkonur sínar ofbeldi.Þurfti ítrekað að uppfæra umsóknina Nýjar og strangari reglur Kelly áttu að taka gildi á föstudag. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, veik sér hins vegar undan því að svara hvort að Kushner eða nokkur annar hefði misst öryggisheimild sína þegar fréttamenn gengu á hana í gær.New York Times sagði frá því í síðustu viku að Kushner hefði barist gegn því að missa öryggisheimild sína. Trump forseti hefur falið honum fjölda starfa fyrir ríkisstjórnina, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum. Kushner starfar launalaust fyrir Hvíta húsið sem ráðgjafi fyrir tengdaföður sinn. Öryggisheimildin hefur veitt Kushner aðgang að trúnaðarupplýsingum, þar á meðal leyniþjónustuupplýsingum sem Trump forseti fær daglega. Blaðið segir þó ekki ljóst hvers vegna Kushner þurfi aðgang að upplýsingum sem þessum í störfum sínum. Hann nýti sér aðganginn reglulega.John Kelly er ekki sagður aðdáandi dóttur og tengdasonar Trump forseta.Vísir/AFPSteinninn í götu varanlegrar öryggisheimildar Kushner er meðal annars að hann þurfti ítrekað að uppfæra umsókn sína vegna þess að hann hafði ekki greint að fullu frá fundum sínum með aðilum sem tengjast Rússlandi. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefur einnig áhuga á fundi sem Kushner sat með mági sínum Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með Rússum í júní 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Fer í mismunandi hlutverk sín eftir hvað hentar henniTogstreita er sögð ríkja á milli hjónanna Kushner og Ivönku annars vegar og Kelly hins vegar. Þau hafi gagnrýnt Kelly við Trump forseta. Þá þyki Kelly ekki mikið til þeirra tveggja koma. Ferð Ivönku á vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu þar sem hún greindi þarlendum ráðamönnum meðal annars frá áformum föður síns um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu er sögð hafa vakið litla lukku hjá Kelly og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu, að sögn CNN. Óljós mörk á milli ólíkra hlutverka Ivönku Trump sem ráðgjafa forsetans annars vegar og dóttur hans hins vegar er sögð hafa farið í taugar Kelly lengi. Hún leiki tveimur skjöldum. Þegar það henti henni beri hún fyrir sig hlutverk sitt sem ráðgjafa forsetans. Þegar það henti henni ekki vísi hún til þess að hún sé dóttir forsetans. Trump forseti sagði fyrir helgi að hann myndi eftirláta Kelly að ákveða hvað yrði um öryggisheimild Kushner. CNN segir hins vegar að ljóst hafi verið á orðum Trump að hann vætni þess að Kelly að hann staðfesti aðgang tengdasonar síns að trúnaðarupplýsingum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar. 14. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort að dóttir og tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi misst öryggisheimildir sínar sem veita þeim aðgang að ríkisleyndarmálum. Starfsmannastjóri Hvíta hússins breytti reglum um aðganginn fyrir helgi en Hvíta húsið vill ekki segja hvort að heimildir þeirra hafi verið afturkallaðar. Bæði Ivanka Trump og Jared Kushner, eiginmaður hennar, hafa verið með tímabundna öryggisheimild til að starfa fyrir ríkisstjórn Trump. Tafist hefur að samþykkja varanlegar heimildir fyrir þau vegna áhyggna alríkislögreglunnar FBI um atriði sem hafa komið fram við bakgrunnsrannsóknir á þeim. Tugir starfsmanna Hvíta hússins eru sagðir í sömu stöðu. John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, ákvað fyrr í þessum mánuði að breyta reglum um öryggisheimildir þannig að tímabundnar heimildir yrðu ekki lengur veittar til þeirra sem hafa ekki fengið umsóknir sínar afgreiddar frá því í júní í fyrra. Kelly tók þá ákvörðun eftir hneykslismál sem varðaði Rob Porter, náinn bandamann hans í Hvíta húsins. Í ljós kom að Porter hafði starfað með tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið þrátt fyrir að FBI hefði látið Hvíta húsið vita af ásökunum um að hann hefði beitt tvær fyrrverandi eiginkonur sínar ofbeldi.Þurfti ítrekað að uppfæra umsóknina Nýjar og strangari reglur Kelly áttu að taka gildi á föstudag. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, veik sér hins vegar undan því að svara hvort að Kushner eða nokkur annar hefði misst öryggisheimild sína þegar fréttamenn gengu á hana í gær.New York Times sagði frá því í síðustu viku að Kushner hefði barist gegn því að missa öryggisheimild sína. Trump forseti hefur falið honum fjölda starfa fyrir ríkisstjórnina, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum. Kushner starfar launalaust fyrir Hvíta húsið sem ráðgjafi fyrir tengdaföður sinn. Öryggisheimildin hefur veitt Kushner aðgang að trúnaðarupplýsingum, þar á meðal leyniþjónustuupplýsingum sem Trump forseti fær daglega. Blaðið segir þó ekki ljóst hvers vegna Kushner þurfi aðgang að upplýsingum sem þessum í störfum sínum. Hann nýti sér aðganginn reglulega.John Kelly er ekki sagður aðdáandi dóttur og tengdasonar Trump forseta.Vísir/AFPSteinninn í götu varanlegrar öryggisheimildar Kushner er meðal annars að hann þurfti ítrekað að uppfæra umsókn sína vegna þess að hann hafði ekki greint að fullu frá fundum sínum með aðilum sem tengjast Rússlandi. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefur einnig áhuga á fundi sem Kushner sat með mági sínum Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með Rússum í júní 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Fer í mismunandi hlutverk sín eftir hvað hentar henniTogstreita er sögð ríkja á milli hjónanna Kushner og Ivönku annars vegar og Kelly hins vegar. Þau hafi gagnrýnt Kelly við Trump forseta. Þá þyki Kelly ekki mikið til þeirra tveggja koma. Ferð Ivönku á vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu þar sem hún greindi þarlendum ráðamönnum meðal annars frá áformum föður síns um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu er sögð hafa vakið litla lukku hjá Kelly og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu, að sögn CNN. Óljós mörk á milli ólíkra hlutverka Ivönku Trump sem ráðgjafa forsetans annars vegar og dóttur hans hins vegar er sögð hafa farið í taugar Kelly lengi. Hún leiki tveimur skjöldum. Þegar það henti henni beri hún fyrir sig hlutverk sitt sem ráðgjafa forsetans. Þegar það henti henni ekki vísi hún til þess að hún sé dóttir forsetans. Trump forseti sagði fyrir helgi að hann myndi eftirláta Kelly að ákveða hvað yrði um öryggisheimild Kushner. CNN segir hins vegar að ljóst hafi verið á orðum Trump að hann vætni þess að Kelly að hann staðfesti aðgang tengdasonar síns að trúnaðarupplýsingum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar. 14. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar. 14. febrúar 2018 12:07