Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 15:50 Ásmundur Einar Daðason, jafnréttis-og félagsmálaráðherra kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi. Vísir/Eyþór Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni. Smálán Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni.
Smálán Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira