Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 15:50 Ásmundur Einar Daðason, jafnréttis-og félagsmálaráðherra kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi. Vísir/Eyþór Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni. Smálán Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni.
Smálán Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira