Forskot Akureyrar á toppi Grill 66 deildarinnar í handbolta er komið í þrjú stig þrátt fyrir að Akureyringar hafi ekki þurft að skora eitt einasta mark í dag.
Leikur Akureyrar og Stjörnunnar var flautaður á og strax aftur af þar sem Garðbæingar mættu ekki til leiks og var Akureyri dæmdur 10-0 sigur.
„Stjarnan U tók ákvörðun um að mæta ekki til leiks þrátt fyrir að leiknum hafi frestað í samráði við Garðbæinga. Gripið var til ýmissa ráðstafana til að leikurinn gæti farið fram en allt kom fyrir ekki. Akureyri er dæmdur sigur og heldur sigurgangan því áfram,“ segir í færslu á Facebook síðu Akureyrar.
Akureyri er í harðri baráttu við félaga sína af Norðurlandi, KA, um að fara beint upp í deild þeirra bestu á næsta tímabili.
Akureyri dæmdur sigur gegn Stjörnunni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn


„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“
Handbolti