Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:54 Hafið hefur drukkið í sig langstærsta hluta hlýnunarinnar sem menn hafa valdið. Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu aldirnar jafnvel þó að menn nái að koma böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum á næstu áratugum. Vísir/AFP Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45
Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00