Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2018 19:45 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík: Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík:
Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59