Guðjón Valur: Typpakeppni tveggja sambanda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 14:45 Guðjón Valur og félagar eru eðlilega hundfúlir með þessa stöðu. vísir/getty Eftir að hafa spilað fjórtán leiki í Meistaradeildinni í vetur þurfa Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen nánast að sturta þátttöku sinni í Meistaradeildinni ofan í klósettið vegna átaka á milli EHF og þýska handknattleikssambandsins. Löwen er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og EHF hefur sett leik liðsins við Kielce á sama dag og Ljónin spila við Kiel í þýsku úrvalsdeildinni. Gengur augljóslega ekki upp. Forráðamenn Löwen geta því lítið annað gert en að senda B-lið félagsins í leikinn í Póllandi. Það þýðir stórtap og Meistaradeildardraumarnir dánir.Varað við þessu í mörg ár „Það er búið að vara við þessu í mörg ár. Þetta er eins og typpakeppni milli tveggja sambanda. Þetta er alveg með ólíkindum. Að þessi tvö sambönd geti ekki lengur talað saman á eðlilegan hátt,“ segir Guðjón Valur svekktur er Vísir heyrði í honum í dag. „EHF hefur verið mjög pirrað út í þýska handknattleikssambandið af því Þjóðverjarnir gerðu í fyrra sjónvarpssamning við Sky. Sky vill sýna handbolta á fimmtudögum og sunnudögum þegar það eru ekki fótboltaleikir. Flestar aðrar deildir vilja spila í sinni deild í miðri viku en Meistaradeildarleikina um helgar. Víða í Evrópu mæta stuðningsmenn frekar á Meistaradeildarleikina en því er öfugt farið í Þýskalandi þar sem fleiri koma á deildarleikina.“Guðjón í leik gegn Kielce. Hann spilar ekki næsta leik gegn þeim heldur verður B-liðið í Póllandi.vísir/gettyLöwen var búið að vinna sér inn heimavallarréttinn gegn Kielce og vildi eðlilega ekki gefa hann eftir er EHF stakk upp á þvi að liðin skiptust á heimaleikjum. „Við stungum upp á því að spila í Kiel á laugardegi og fljúga svo yfir til Kielce um kvöldið svo við gætum spilað gegn þeim á sunnudeginum. Kielce sagði já við því enda þeim í hag að við mætum þreyttir og vitlausir í leikinn. Einhverra hluta vegna fáum við þau tíðindi tveim dögum seinna, eftir að þeir hafa talað við EHF, að höllin þeirra sé ekki laus á sunnudeginum. Mér skilst nú að það sé frekar lítið annað en handbolti í þessu húsi þannig að það er skrítið. Þeir hafa því væntanlega fengið fyrirmæli frá EHF um að það mætti ekki gera þetta svona,“ segir Guðjón Valur.Fá milljónaáhorf í Þýskalandi Ein af ástæðunum fyrir því að Löwen vill alls ekki sleppa því að spila með sitt besta lið gegn Kiel er sú staðreynd að leikurinn verður í beinni á ARD sem þýðir að leikurinn mun fá gríðarlegt áhorf. „Það er ríkissjónvarpsstöðin og ein stærsta sjónvarpsstöð Evrópu. Þeir eru að sýna handboltaleik í aðeins annað skiptið í einhver 15-20 ár. Það er því stórmál fyrir bæði félögin og styrktaraðila þeirra að þetta komi vel út. Þarna er sýnileiki og fleiri milljónir munu horfa á leikinn sem er löngu búið að ákveða,“ segir landsliðsfyrirliðinn og bætir við að EHF hafi hafnað öllum tillögum frá Löwen sem þó hafa verið innan þess dagaramma sem spila má leikinn gegn Kielce. „Við höfum stungið upp á lausnum sem henta fyrir alla en þetta virkar eins og þetta sé orðið einhver spurning um egó. Að láta hinn aðilann lúffa. Það sem gerir þetta enn sorglegra er að þetta hefur verið í gangi í mörg ár og félögin hafa þurft að beygja sig undir vilja EHF eða þýska sambandsins. Þetta er alveg óþolandi.“Fjórtán leikir í Meistaradeildinni munu ekki skipta neinu máli þegar upp verður staðið. Ömurlegt fyrir Löwen.vísir/afpMunu tapa með 20-25 mörkum B-lið Löwen sem mun fara til Póllands er 3. deildarlið í Þýskalandi og hefur ekkert að gera í stórlið Kielce. „Ég get ekki ímyndað mér að styrktaraðilar Meistaradeildarinnar séu ánægðir með að 3. deildarlið í Þýskalandi sé að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kielce hlýtur að vinna þennan leik með 20-25 marka mun. Það kæmi mér ekki á óvart. Við erum þar með úr leik,“ segir Guðjón Valur en hann vonast til að þessi uppákoma verði þess valdandi að hægt verði að stöðva þessa vitleysu. „Vonandi fær þetta menn að borðinu aftur og að þeir fari að tala eðlilega saman. Að þeir reyni svo að finna lausnir. Þetta er pattstaða og nánast eins og verkfall. Þetta er ekki eitthvað sem enginn vill sjá en það þarf að sýna fram á að félögum og leikmönnum sé alvara. Það er samt ekki auðvelt fyrir okkur að kyngja þessu að Meistaradeildin sé bara búin. Þetta er ömurlegt.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur stoltur af Ljónunum sem létu ekki bjóða sér bullið hjá EHF Rhein-Neckar Löwen sendir varaliðið sitt til leiks í fyrri leik Ljónanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. mars 2018 08:00 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira
Eftir að hafa spilað fjórtán leiki í Meistaradeildinni í vetur þurfa Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen nánast að sturta þátttöku sinni í Meistaradeildinni ofan í klósettið vegna átaka á milli EHF og þýska handknattleikssambandsins. Löwen er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og EHF hefur sett leik liðsins við Kielce á sama dag og Ljónin spila við Kiel í þýsku úrvalsdeildinni. Gengur augljóslega ekki upp. Forráðamenn Löwen geta því lítið annað gert en að senda B-lið félagsins í leikinn í Póllandi. Það þýðir stórtap og Meistaradeildardraumarnir dánir.Varað við þessu í mörg ár „Það er búið að vara við þessu í mörg ár. Þetta er eins og typpakeppni milli tveggja sambanda. Þetta er alveg með ólíkindum. Að þessi tvö sambönd geti ekki lengur talað saman á eðlilegan hátt,“ segir Guðjón Valur svekktur er Vísir heyrði í honum í dag. „EHF hefur verið mjög pirrað út í þýska handknattleikssambandið af því Þjóðverjarnir gerðu í fyrra sjónvarpssamning við Sky. Sky vill sýna handbolta á fimmtudögum og sunnudögum þegar það eru ekki fótboltaleikir. Flestar aðrar deildir vilja spila í sinni deild í miðri viku en Meistaradeildarleikina um helgar. Víða í Evrópu mæta stuðningsmenn frekar á Meistaradeildarleikina en því er öfugt farið í Þýskalandi þar sem fleiri koma á deildarleikina.“Guðjón í leik gegn Kielce. Hann spilar ekki næsta leik gegn þeim heldur verður B-liðið í Póllandi.vísir/gettyLöwen var búið að vinna sér inn heimavallarréttinn gegn Kielce og vildi eðlilega ekki gefa hann eftir er EHF stakk upp á þvi að liðin skiptust á heimaleikjum. „Við stungum upp á því að spila í Kiel á laugardegi og fljúga svo yfir til Kielce um kvöldið svo við gætum spilað gegn þeim á sunnudeginum. Kielce sagði já við því enda þeim í hag að við mætum þreyttir og vitlausir í leikinn. Einhverra hluta vegna fáum við þau tíðindi tveim dögum seinna, eftir að þeir hafa talað við EHF, að höllin þeirra sé ekki laus á sunnudeginum. Mér skilst nú að það sé frekar lítið annað en handbolti í þessu húsi þannig að það er skrítið. Þeir hafa því væntanlega fengið fyrirmæli frá EHF um að það mætti ekki gera þetta svona,“ segir Guðjón Valur.Fá milljónaáhorf í Þýskalandi Ein af ástæðunum fyrir því að Löwen vill alls ekki sleppa því að spila með sitt besta lið gegn Kiel er sú staðreynd að leikurinn verður í beinni á ARD sem þýðir að leikurinn mun fá gríðarlegt áhorf. „Það er ríkissjónvarpsstöðin og ein stærsta sjónvarpsstöð Evrópu. Þeir eru að sýna handboltaleik í aðeins annað skiptið í einhver 15-20 ár. Það er því stórmál fyrir bæði félögin og styrktaraðila þeirra að þetta komi vel út. Þarna er sýnileiki og fleiri milljónir munu horfa á leikinn sem er löngu búið að ákveða,“ segir landsliðsfyrirliðinn og bætir við að EHF hafi hafnað öllum tillögum frá Löwen sem þó hafa verið innan þess dagaramma sem spila má leikinn gegn Kielce. „Við höfum stungið upp á lausnum sem henta fyrir alla en þetta virkar eins og þetta sé orðið einhver spurning um egó. Að láta hinn aðilann lúffa. Það sem gerir þetta enn sorglegra er að þetta hefur verið í gangi í mörg ár og félögin hafa þurft að beygja sig undir vilja EHF eða þýska sambandsins. Þetta er alveg óþolandi.“Fjórtán leikir í Meistaradeildinni munu ekki skipta neinu máli þegar upp verður staðið. Ömurlegt fyrir Löwen.vísir/afpMunu tapa með 20-25 mörkum B-lið Löwen sem mun fara til Póllands er 3. deildarlið í Þýskalandi og hefur ekkert að gera í stórlið Kielce. „Ég get ekki ímyndað mér að styrktaraðilar Meistaradeildarinnar séu ánægðir með að 3. deildarlið í Þýskalandi sé að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kielce hlýtur að vinna þennan leik með 20-25 marka mun. Það kæmi mér ekki á óvart. Við erum þar með úr leik,“ segir Guðjón Valur en hann vonast til að þessi uppákoma verði þess valdandi að hægt verði að stöðva þessa vitleysu. „Vonandi fær þetta menn að borðinu aftur og að þeir fari að tala eðlilega saman. Að þeir reyni svo að finna lausnir. Þetta er pattstaða og nánast eins og verkfall. Þetta er ekki eitthvað sem enginn vill sjá en það þarf að sýna fram á að félögum og leikmönnum sé alvara. Það er samt ekki auðvelt fyrir okkur að kyngja þessu að Meistaradeildin sé bara búin. Þetta er ömurlegt.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur stoltur af Ljónunum sem létu ekki bjóða sér bullið hjá EHF Rhein-Neckar Löwen sendir varaliðið sitt til leiks í fyrri leik Ljónanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. mars 2018 08:00 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira
Guðjón Valur stoltur af Ljónunum sem létu ekki bjóða sér bullið hjá EHF Rhein-Neckar Löwen sendir varaliðið sitt til leiks í fyrri leik Ljónanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. mars 2018 08:00