Vonbrigði hversu hægt miðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:00 Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag. Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag.
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira