Bylting innan ASÍ hafin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór. Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór.
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31