Bandaríkjastjórn leyfir innflutning á veiðiminjagripum úr fílum þvert á loforð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 11:55 Bandarísk stjórnvöld vilja að þarlendir sportveiðimenn geti flutt inn gripi eins og fílabein frá rándýrum veiðiferðum til Afríku. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna. Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira