Sex milljónir í bætur vegna myglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 11:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður. Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Seljandi íbúðarhúsnæðis í Hörgársveit þarf að greiða kaupendum eignarinnar sex milljónir í bætur. Húsið var keypt árið 2014 en Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra taldi húsið óíbúðarhæft vegna ónýtrar skólplagnar og myglu tveimur árum eftir að eignin var seld. Húsið var sett á sölu árið 2014 og í söluyfirliti, sem dagsett var 27. janúar 2005, kom fram að húsið þarfnaðist utanhúsviðgerða, gluggar væru ónýtir í risi. Áréttað var að húseignin þarfnaðist „einhverra endurbóta“ auk þess sem að kom fram að nýleg skólplögn væri frá húsi og ný rotþró. Kaupendur skoðuðu húsið í tvígang áður en gengið var frá kaupunum. Hélt seljandinn því fram að hann hafi ítrekað fyrir kaupendunum við vettvangsskoðanirnar að ráðast þyrfti á endurbætur á eigninni, meðal annars þyrfti að ráðast í endurbætur á útveggjum vegna sprungna, sem og að laga leka á rishæð hússins. Í skýrslu sem tekin var af kaupendum kom fram að vegna orða seljandans hafi þeim orðið ljóst að endurbætur og viðhald væri nauðsynlegt. Kváðust þeir hins vegar „hafa staðið í þeirri trú að ekki þyrfti að grípa til meiriháttar bráðaaðgerða eða að um „eitthvað risavandamál“ væri að ræða.“ Fljótlega eftir kaupin fóru að renna tvær grímur á kaupendurna. Urðu kaupendurnir varir við stíflu í frárennslinu frá salerni í kjallarahluta eignarinnar sumarið 2014. Síðar kom í ljós að skólplögnin var ónýt, sprungur voru í veggjum og myglusveppur eða annar sveppagróður fannst í eignini. Höfðu kaupendurnir samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sem skoðaði eignina og komst að þeirri niðurstöðu að ástand húseignarinnar hafi verið þannig að það væri óíbúðarhæft. Fluttu kaupendurnir úr íbúðinni í kjölfar niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins. Dómskvaddir matsmenn voru kallaðir til en kaupendurnir fóru fram á að kaupsamningnum yrði rift vegna stórfelldra galla á eigninni. Var það niðurstaða matsmannanna að viðgerð á húsinu myndi kosta átta milljónir. Dómur héraðsdóms Norðurlands Eystra, sem féll í desember, studdist við matsskýrslu matsmannanna og útreikninga þeirra. Var það mat dómsins að um annmarka væri að ræða á húseigninni og að kaupendurnir ættu rétt á bótum vegna þeirra galla sem komu í ljós. „Þessir gallar eru hins vegar að áliti dómsins í heild sinni ekki svo veruleg vanefnd að réttlætt geti riftun kaupsamnings aðila,“ segir í dómi héraðsdóms.Þarf seljandinn því að greiða kaupendum 6,1 milljón í skaðabætur en málskostnaður í málinu fellur niður.
Dómsmál Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira