Segir meiri umferð af íbúabyggð en spítala Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. mars 2018 09:00 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi en enn er deilt um staðsetninguna. Vísir/Anton Brink „Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira