Kristmann Óttar Guðmundsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Las á dögunum merkilega bók eftir Sigurjón Magnússon, Borgir og eyðimerkur, sem fjallar um einn dag í lífi Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu bókmenntaheimili. Kalda stríðið var í algleymingi og heitasta deiluefnið var herinn á Miðnesheiði. Listamenn voru flestir vinstri sinnaðir hernámsandstæðingar undir forystu bókmenntapáfans Kristins E. Andréssonar. Hann var Stalínisti af gamla skólanum og bilaði aldrei í trúnni. Á mínu heimili ríkti bókmenntafræðilegur rétttrúnaður. Litið var á Halldór Laxness eins og Jesú Krist, lærisveinarnir voru rithöfundar sem fylgdu réttri línu. Djöfullinn sjálfur og árar hans voru höfundar sem efuðust um óskeikulleika Kristins E. og annarra helgra manna. Fremstur í þeim fjandaflokki var einmitt Kristmann Guðmundsson. Menn gátu reiknað með miklum velvilja Kristins og kó ef þeir hjóluðu í Kristmann. Thor Vilhjálmsson réðst að honum af slíkri heift að Kristmann ákvað að fara í meiðyrðamál. Málaferlin snerust upp í farsa þar sem Kristmann fór halloka. Í bók Sigurjóns bíður hann niðurstöðu dómsins. Hann rifjar upp átök við samferðamenn sína og lítur beiskur um öxl. Kristmann var í raun skotspónn skipulagðs pólitísks eineltis þar sem hann var úthrópaður sem ritþjófur, ofbeldismaður og kvennajagari. Bækur hans voru afskrifaðar sem einskis verðar vinnukonubókmenntir. Þessi hjarðhegðun minnir reyndar á samfélagsmiðla samtímans. Það var tími til kominn að einhver tæki upp hanskann fyrir Kristmann og sýndi manneskjuna bak við níðmyndina. Sagan gekk reyndar í lið með Kristmanni. Búið er að kasta pólitískum skoðunum Kristins E. á öskuhauga sögunnar. Rómantískur sósíalismi Kristmanns er ráðandi á öllum framboðslistum. Svona eru vegir réttlætisins órannsakanlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Las á dögunum merkilega bók eftir Sigurjón Magnússon, Borgir og eyðimerkur, sem fjallar um einn dag í lífi Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu bókmenntaheimili. Kalda stríðið var í algleymingi og heitasta deiluefnið var herinn á Miðnesheiði. Listamenn voru flestir vinstri sinnaðir hernámsandstæðingar undir forystu bókmenntapáfans Kristins E. Andréssonar. Hann var Stalínisti af gamla skólanum og bilaði aldrei í trúnni. Á mínu heimili ríkti bókmenntafræðilegur rétttrúnaður. Litið var á Halldór Laxness eins og Jesú Krist, lærisveinarnir voru rithöfundar sem fylgdu réttri línu. Djöfullinn sjálfur og árar hans voru höfundar sem efuðust um óskeikulleika Kristins E. og annarra helgra manna. Fremstur í þeim fjandaflokki var einmitt Kristmann Guðmundsson. Menn gátu reiknað með miklum velvilja Kristins og kó ef þeir hjóluðu í Kristmann. Thor Vilhjálmsson réðst að honum af slíkri heift að Kristmann ákvað að fara í meiðyrðamál. Málaferlin snerust upp í farsa þar sem Kristmann fór halloka. Í bók Sigurjóns bíður hann niðurstöðu dómsins. Hann rifjar upp átök við samferðamenn sína og lítur beiskur um öxl. Kristmann var í raun skotspónn skipulagðs pólitísks eineltis þar sem hann var úthrópaður sem ritþjófur, ofbeldismaður og kvennajagari. Bækur hans voru afskrifaðar sem einskis verðar vinnukonubókmenntir. Þessi hjarðhegðun minnir reyndar á samfélagsmiðla samtímans. Það var tími til kominn að einhver tæki upp hanskann fyrir Kristmann og sýndi manneskjuna bak við níðmyndina. Sagan gekk reyndar í lið með Kristmanni. Búið er að kasta pólitískum skoðunum Kristins E. á öskuhauga sögunnar. Rómantískur sósíalismi Kristmanns er ráðandi á öllum framboðslistum. Svona eru vegir réttlætisins órannsakanlegir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar