VAR gæti ráðið örlögum íslensku strákanna á HM í sumar: „Er bara eins og lítið barn ennþá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 13:30 Frá leik Íslands og Frakklands á EM 2016. Vísir/Getty Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira