Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2018 08:00 Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 VÍSIR/VILHELM „Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana.“ Málefni geðsjúkra fanga hafa komið ítrekað til umræðu í samfélaginu á undanförnum áratug vegna manneklu í fangelsum og skorts á þjónustu; vegna þroskaskertra fanga sem vistaðir eru í fangelsum, einangrunarvistar geðsjúkra fanga í fangelsum vegna skorts á öðrum úrræðum og tíðra sjálfsvíga en níu einstaklingar hafa stytt sér aldur í fangelsum landsins á undanförnum tuttugu árum. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknirinn á Litla-Hrauni sagði starfi sínu upp vegna óánægju með hvernig staðið var að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað beint þeim tilmælum til stjórnvalda að móta þurfi heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, fyrst í skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, svo með ítrekunum árin 2013 og 2016. Stofnunin hefur bent á að nánast útilokað hafi verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala og þörfum þeirra hafi ekki verið mætt með viðeigandi hætti. Þá fái fangar með geðræn vandamál oft ekki geðmat vegna þess hve kostnaðarsamt það sé.Umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í kjölfar frumkvæðisathugunar um aðstæður fanga á Litla-Hrauni vorið 2013 sagði umboðsmaður að gera þyrfti viðhlítandi ráðstafanir án tafar til að „koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Litla-Hrauni í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar, sem þess þurfa, njóti þeirrar umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum.“ Á sama ári beindi Evrópunefnd gegn pyndingum mjög áþekkum tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands. Í sérstakri umræðu um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi í mars 2015, sagði þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal að það væri verið að setja kraft í þá vinnu að leita úrræða fyrir þessa einstaklinga „til dæmis með því að tryggja aðgengi geðsjúkra fanga að geðheilbrigðisþjónustunni […] Við höfum jafn miklar áhyggjur af því og aðrir, það er auðvitað ástand sem ekki er viðunandi og á því þurfum við að finna lausn.“Unnið að fullnustuáætlun Málefni fanga voru aftur rædd á Alþingi í mars 2017. Þá vék Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að starfshópi sem falið hefði verið að fjalla um málefni geðsjúkra fanga. „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en vinna stendur yfir við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki störfum á næstu vikum,“ sagði ráðherra og lét þess getið að áætlunin yrði kynnt í þinginu á árinu 2017.“ Fullnustuáætlun hefur enn ekki verið kynnt og er enn unnið að henni, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins en ekki er vitað hvenær þeirri vinnu verður lokið. Þá segir einnig að gert sé ráð fyrir aukinni sálfræðiþjónustu í fangelsum í fjármálaáætlun 2018 til 2022. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni vegna þess. „Ég hyggst fara yfir málið með dómsmálaráðherra,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ekki er vikið að málefnum fanga í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2016 en í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins kemur fram að stefnt sé að því að geðheilsuteymi verði komin til starfa um allt land fyrir árið 2020 og eigi þau að sinna öllum landsmönnum, föngum þar á meðal. Fangar eigi lögum samkvæmt að njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana.“ Málefni geðsjúkra fanga hafa komið ítrekað til umræðu í samfélaginu á undanförnum áratug vegna manneklu í fangelsum og skorts á þjónustu; vegna þroskaskertra fanga sem vistaðir eru í fangelsum, einangrunarvistar geðsjúkra fanga í fangelsum vegna skorts á öðrum úrræðum og tíðra sjálfsvíga en níu einstaklingar hafa stytt sér aldur í fangelsum landsins á undanförnum tuttugu árum. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknirinn á Litla-Hrauni sagði starfi sínu upp vegna óánægju með hvernig staðið var að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað beint þeim tilmælum til stjórnvalda að móta þurfi heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, fyrst í skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, svo með ítrekunum árin 2013 og 2016. Stofnunin hefur bent á að nánast útilokað hafi verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala og þörfum þeirra hafi ekki verið mætt með viðeigandi hætti. Þá fái fangar með geðræn vandamál oft ekki geðmat vegna þess hve kostnaðarsamt það sé.Umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í kjölfar frumkvæðisathugunar um aðstæður fanga á Litla-Hrauni vorið 2013 sagði umboðsmaður að gera þyrfti viðhlítandi ráðstafanir án tafar til að „koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Litla-Hrauni í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar, sem þess þurfa, njóti þeirrar umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum.“ Á sama ári beindi Evrópunefnd gegn pyndingum mjög áþekkum tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands. Í sérstakri umræðu um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi í mars 2015, sagði þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal að það væri verið að setja kraft í þá vinnu að leita úrræða fyrir þessa einstaklinga „til dæmis með því að tryggja aðgengi geðsjúkra fanga að geðheilbrigðisþjónustunni […] Við höfum jafn miklar áhyggjur af því og aðrir, það er auðvitað ástand sem ekki er viðunandi og á því þurfum við að finna lausn.“Unnið að fullnustuáætlun Málefni fanga voru aftur rædd á Alþingi í mars 2017. Þá vék Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að starfshópi sem falið hefði verið að fjalla um málefni geðsjúkra fanga. „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en vinna stendur yfir við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki störfum á næstu vikum,“ sagði ráðherra og lét þess getið að áætlunin yrði kynnt í þinginu á árinu 2017.“ Fullnustuáætlun hefur enn ekki verið kynnt og er enn unnið að henni, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins en ekki er vitað hvenær þeirri vinnu verður lokið. Þá segir einnig að gert sé ráð fyrir aukinni sálfræðiþjónustu í fangelsum í fjármálaáætlun 2018 til 2022. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni vegna þess. „Ég hyggst fara yfir málið með dómsmálaráðherra,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ekki er vikið að málefnum fanga í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2016 en í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins kemur fram að stefnt sé að því að geðheilsuteymi verði komin til starfa um allt land fyrir árið 2020 og eigi þau að sinna öllum landsmönnum, föngum þar á meðal. Fangar eigi lögum samkvæmt að njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira