Útlitið alltaf svartara og svartara hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:00 Neymar. Vísir/Getty Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira