Að skapa störf og hagnað utan landhelginnar Jón Kaldal skrifar 1. mars 2018 07:00 Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Talsmenn fiskeldisfyrirtækjanna sem berjast fyrir stórauknu iðnaðareldi á laxi í sjókvíum við Ísland minnast mjög gjarnan á atvinnusköpun og byggðasjónarmið í málflutningi sínum. Það eru reyndar algeng stef þegar kemur að stóriðjuáformum á landsbyggðinni, oftar en ekki á kostnað náttúru og lífríkis Íslands. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, var á þessum kunnuglegu slóðum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku. En hvað er til í þessu? Er atvinnuástand á Vestfjörðum slæmt? Er þar fólk í neyð án vinnu? Svo er reyndar ekki. Atvinnuleysi er óvíða minna en á Vestfjörðum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi fyrir vestan í janúar 1,7%. Það er vel undir landsmeðaltalinu sem er 2,4%. Kristján minnist líka á Djúpavog og Austfirði. Er fjöldi þar án vinnu? Nei, þvert á móti. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysið þar í janúar enn minna en fyrir vestan. Heimafólk fyrir austan telur reyndar að þessi stórfelldu áform um eldi í sjókvíum vegi svo að tilveru þess að hafin er undirskriftasöfnun gegn þeim. Við þessar góðu og gleðilegu aðstæður í atvinnumálum hlýtur næsta spurning að vera: Hvert á að sækja mannskap til að vinna við stóraukið laxeldi? Mögulega tólf sinnum meira en það er núna, ef marka má orð Kristjáns. Blasir ekki við að laxeldisfyrirtækin, sem eru að stærstu leyti í eigu Norðmanna, munu þurfa að flytja inn erlent vinnuafl? Er það atvinnuuppbyggingin sem Kristján er að tala um? Meira að segja sú atvinnusköpun er mjög ótrygg. Sjókvíarnar eru ekki aðeins svo frumstæð tækni að fiskar sleppa alltaf út og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn, heldur bjóða þær líka upp á þann möguleika að stór verksmiðjuskip mönnuð erlendri áhöfn geta lagt upp að þeim, sogið upp eldislaxinn og siglt burt. Þannig verða ekki til störf á Íslandi. Við okkur blasir sem sagt að fiskeldisfyrirtækin, sem eru í meirihluta í norskri eigu, munu senda skip sín eftir eldislaxinum og fara með hann annað. Á Íslandi verða í besta falli örfáir starfsmenn sem sinna viðhaldi sjókvíanna. Önnur störf og hagnaðurinn verður til utan landhelginnar. Við sitjum hins vegar eftir með umhverfismengunina og óafturkræfan skaða á villta íslenska laxastofninum. Ef umboðsmönnum fiskeldisfyrirtækjanna er alvara með að vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu á Íslandi þá er landeldi leiðin sem tryggir það. Landeldi útilokar líka mögulega erfðablöndun við villta laxinn og þar er notaður hreinsibúnaður en úrganginum ekki dembt beint í sjóinn eins og í sjókvíaeldinu.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun