Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2018 23:15 Stamos er sagður hafa lent uppi á kant við aðra stjórnendur Facebook um hvernig ætti að taka á áróðri og falsfréttum á miðlinum. Vísir/AFP Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Háttsettur stjórnandi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook sem hefur talað máli þess að fyrirtækið rannsaki og greini frá misnotkun Rússa á miðlinum ætlar að láta af störfum. Ástæðan er sögð ágreiningur við aðra stjórnendur um hvernig fyrirtækið eigi að taka á áróðri og falsfréttum sem er dreift á Facebook.New York Times segir að Alex Stamos, öryggisstjóri Facebook, hafi beitt sér fyrir því að fyrirtækið tæki aðgerðir Rússa til að dreifa áróðri og hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og hugsanlega víðar föstum tökum. Það hafi valdið öðrum stjórnendum eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, áhyggjum. Upphaflega hafi Stamos ætlað að hætta í desember þegar daglegum verkefnum hans var úthlutað öðrum starfsmönnum. Stjórnendur hafi hins vegar fengið hann til að vera um kyrrt þar til í ágúst þar sem þeir töldu að brotthvarf hans liti illa út í kjölfar mikillar umfjöllunar um umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum.Röð neikvæðra frétta Facebook gerði lengi vel lítið úr dreifingu áróðurs og falsfrétta á miðlinum. Fyrirtækið hefur legið undir talsverðri gagnrýni fyrir aðgerðaleysi og að taka ógnina ekki nógu alvarlega. Þrettán Rússar eru á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandarískra dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Þeim er gefið á sök að hafa notað Facebook til að halda áróðri og fölskum fréttum að bandarískum kjósendum í kosningabaráttunni. Ekki bætti úr skák þegar The Guardian og New York Times greindu frá því fyrir helgi að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði notast við illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook. Facebook vissi af því í að minnsta kosti tvö ár en virðist ekkert hafa gert fyrr en fjalla átti um málið í fjölmiðlum. Verð hlutabréfa í Facebook lækkuðu um sjö prósentustig í dag eftir neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Reuters-fréttastofan segir að fjárfestar óttist meðal annars nýjar lagasetningar sem gætu skaðað auglýsingasölu Facebook. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti fréttir í dag um að forsvarsmenn Cambridge Analytica hafi talað um að beita mútum og vændiskonum til að leiða stjórnmálamenn í gildrur í löndum þar sem fyrirtækið starfar á laun við að hafa áhrif á kosningar.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45