Innlent

Þórdís Kolbrún nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Forveri Þórdísar í embætti var Ólöf Nordal sem féll frá í fyrra.
Forveri Þórdísar í embætti var Ólöf Nordal sem féll frá í fyrra. VÍSIR/EYÞÓR
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var kjörin nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi nú í dag. Embættið hefur verið laust síðan Ólöf Nordal féll frá í fyrra.

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var slitið fyrir nú áðan eftir val á forystu flokksins og afgreiðslu stjórnmálaályktunar.

Bjarni var kjörinn formaður með 710 atkvæðum, 96,2%, en aðrir fengu alls 28 atkvæði. 



Þórdís Kolbrún var kjörin nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en  Þórdís Kolbrún fékk 730 atkvæði eða 95,7% atkvæða.

Áslaug Arna var endurkjörin sem ritari flokksins með 664 atkvæðum eða 93,5% atkvæða.



Tengdar fréttir

Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús

Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×