Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 18. mars 2018 14:20 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/valli Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér. Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér.
Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30
Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32
Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58