Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2018 20:00 Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi. 120 ættleiddir einstaklinga á aldrinum átján til 45 ára tóku þátt í rannsókninni og voru þættir eins og tengslamyndun, aðskilnaðarkvíði, lífsánægja, þunglyndi og kvíði skoðaðir. „Og þau eru að koma út hærri en aðrir á aðskilnaðarkvíða og varðandi óörugga tengslamyndun - svona kvíðatengsl sem þau mynda við þá sem þau eiga í nánum samböndum við.“ Einnig kom í ljós að margir ættleiddir hafi orðið fyrir einelti og aðkasti í æsku og þá reynslu hefur Hildur sjálf. „Það var mjög mikið einelti þegar ég var í grunnskóla. Fólk leyfir sér að segja ýmislegt og kalla að manni ýmislegt sem maður myndi ekki segja við annað fólk. Eiginlega allir sem töluðu um að hafa orðið fyrir aðkasti á djamminu, þegar fólk var komið í glas leyfði fólk sér að segja ótrúlega hluti.“ Rannsókn Hildar er ekki lokið og verða alls kyns áhrifaþættir skoðaðir nánar. Hildur segir þó greinilegt að það vanti meiri fræðslu um ættleidd börn í leik- og grunnskólum. Tengdar fréttir Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi. 120 ættleiddir einstaklinga á aldrinum átján til 45 ára tóku þátt í rannsókninni og voru þættir eins og tengslamyndun, aðskilnaðarkvíði, lífsánægja, þunglyndi og kvíði skoðaðir. „Og þau eru að koma út hærri en aðrir á aðskilnaðarkvíða og varðandi óörugga tengslamyndun - svona kvíðatengsl sem þau mynda við þá sem þau eiga í nánum samböndum við.“ Einnig kom í ljós að margir ættleiddir hafi orðið fyrir einelti og aðkasti í æsku og þá reynslu hefur Hildur sjálf. „Það var mjög mikið einelti þegar ég var í grunnskóla. Fólk leyfir sér að segja ýmislegt og kalla að manni ýmislegt sem maður myndi ekki segja við annað fólk. Eiginlega allir sem töluðu um að hafa orðið fyrir aðkasti á djamminu, þegar fólk var komið í glas leyfði fólk sér að segja ótrúlega hluti.“ Rannsókn Hildar er ekki lokið og verða alls kyns áhrifaþættir skoðaðir nánar. Hildur segir þó greinilegt að það vanti meiri fræðslu um ættleidd börn í leik- og grunnskólum.
Tengdar fréttir Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00
Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53