„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 16:00 Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson. Vísir/Rakel Ósk Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002. „Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Ís, vatn eldur og hverir.ErreaGrunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. „Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ. „Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30 Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Svona lítur HM-búningur Íslands út Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. 15. mars 2018 15:30
Forsetinn um nýju treyjuna: „Mér finnst hún í alvörunni fín“ Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, líst vel á nýja landsliðsbúninginn í knattspyrnu sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ nú síðdegis. 15. mars 2018 15:47
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45