Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 23:57 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos. Vísir/AFP Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent