Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2018 14:00 Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki með. Vísir/Ernir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag sinn fyrsta hóp eftir að taka við landsliðinu í þriðja sinn en fyrsta verkefni hans verður sterkt fjögurra landa mót í Noregi í byrjun apríl. Miklar breytingar eru hópnum sem fór til Króatíu í janúar á EM 2018. Mótið sem um ræðir heitir Golden League eða Gulldeildin þar sem Ísland mætir Noregi, Frakklandi og fyrrverandi lærisveinum Guðmundar í danska landsliðinu. Mikla athygli vekur að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki í hópnum en hann hefur verið fastamaður í liðinu í tæpa tvo áratugi og verið fyrirliði síðan Ólafur Stefánsson lagði landsliðsskóna á hilluna. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inn í hópinn á ný eftir að vera úti í kuldanum undanfarin ár og er með Bjarka Má Elíssyni í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson fékk frí frá landsliðinu að þessu sinni af fjölskylduástæðum en hann er á sama tíma að fylgja dóttur sinni til Bandaríkjanna sem er að velja sér háskóla. Alls eru sjö leikmenn ekki í hópnum sem voru með á EM í Króatíu. Fjórir aðrir eru ekki valdir og tveir eru meiddur en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og svo Janus Daði Smárason sem hefur ekki spilað með liði sínu Álaborg undanfarnar vikur. Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikstjórnandi Selfoss í Olís-deild karla, er nýliði í hópnum en hann hefur einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar í vetur, bæði í vörn og sókn. Alexander Júlíusson, leikmaður Vals, er einnig í hópnum. Aðrir reynsluboltar sem fá nú aftur tækifærið eftir komu Guðmundar eru þeir Vignir Svavarsson og Ólafur Gústafsson. Þá kemur Aron Rafn Eðvarðsson aftur í markið auk þess sem að hinn stórefnilegi markvörður Framara, Viktor Gísli Hallgrímsson, fer með til Noregs.Hópurinn:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Haukar Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV Viktor Gísli Hallgrímsson, FramVinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson, Füchse Berlín Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Gústafsson, KoldingLeikstjórnendur: Haukur Þrastarson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH Ólafur Bjarki Ragnarsson, KristianstadHægri skyttur: Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf Ragnar Jóhannsson, Hüttenberg Ómar Ingi Magnúson, AarhusHægri hornamenn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Theodór Sigurbjörnsson, ÍBVLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Vignir Svavarsson, Team-Tvis Holstebro Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Alexander Örn Júlíusson, Valur
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Gummi Gumm velur fyrsta hópinn: Koma ferskir vindar inn í íslenska landsliðið í dag? Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, tilkynnir í dag fyrsta landsliðshóp sinn eftir að hann tók aftur við karlalandsliðinu í handbolta. 14. mars 2018 10:00