Meiri kvíði Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun