Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 09:30 Íslenskt stuðningsfólk á enn þá séns. Vísir/EPA Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira
Ekki er uppselt á leik Argentínu og Íslands á HM 2018 í Rússlandi sem fram fer 16. júní í Moskvu eins og greint var frá í gær.Nýr miðasölugluggi var opnaður í morgun þar sem fyrirkomulagið; fyrstur kemur, fyrstur fær, er notað og fær fólk rakleiðis svar um hvort miðakaupin hafi heppnast. Aftur á móti birti heimasíða FIFA frétt um það í gær, að ekki væri hægt að kaupa miða á tvo leiki mótsins í þessum miðasölufasa. Þeir leikir voru sjálfur úrslitaleikurinn og svo viðureign strákanna okkar og Argentínu. Ótrúlegt, en ekki satt. KSÍ krafðist svara frá FIFA um þennan Argentínuleik og hefur nú fengið viðbrögð við fyrirspurn sinni frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Þar kemur fram að mögulega verði hægt að nálgast miða á leikinn á lokaspretti miðasölunnar. „Þar sem núverandi miðasölugluggi byggir á greiðslum sem fara í gegn gætu miðar komið til baka frá sumum hópum sem þýðir að hægt verður að fá miða á leik Argentínu og Íslands á síðustu mínútum miðasölunnar,“ segir í svari FIFA. „Með þetta í huga er mikilvægt að huga að því að orðið „uppselt“ gæti misskilist hjá fótboltaáhugamönnum þar sem hlutirnir geta enn þá breyst í miðasölunni,“ segja FIFA-menn.FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ um miðasöluna sem hófst í dag. Það má finna í uppfærðri frétt á síðu KSÍ.https://t.co/jfFSxkeTUJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 13, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24