Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. mars 2018 21:00 Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“ Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“
Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30