Heimsmeistari frá 1986: Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir liðið í dag en Maradona var 1986 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 12:30 Lionel Messi og Diego Maradona. Samsett/Getty Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira