Mario Kempes: Messi getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 09:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira