Nýtt bankakerfi Jón Sigurðsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Nýskipan fjármálakerfisins stendur fyrir dyrum. Trúlega verða hér aðeins tveir bankar, og jafnvel eitt erlent útibú, ef bönkum verður leyft, eins og hingað til, að veita alhliða fjármálaþjónustu. Fjármálaráðherra verður ráðandi í öðrum bankanum og erlendir fjármálamenn í hinum. Hætt er við að þetta fákeppniskerfi mótist um of af stjórnmálum í annan endann og erlendri stjórn í hinn. Báðir þessir bankar verða svo kerfismikilvægir að þeir njóta ríkisábyrgðar, jafnvel þótt stjórnmálamenn og bankastjórar afneiti því meðan vel gengur. Almenningur verður látinn taka öll vandræði á sig. Þessum vanda verður að mæta strax. Tryggja verður sérgreiningu fjármálafyrirtækja, eða fullnægjandi aðgreiningu ef leyft verður að hafa ólík svið innan sama fjármálafyrirtækis. Ákvarða verður að meirihluti stjórnarmanna búi á Íslandi. Tryggja verður fjarlægð frá flokkshagsmunum. Vanda verður ákvæði um eigið fé, lausafé og þjóðhagsvarúð sem bönkum verður ætlað að lúta. En einnig verður að girða utan um þessa þætti hvern um sig: a) innlán og sparnað einstaklinga og fjölskyldna; b) neytendalán; c) íbúðalán; d) námslán; e) byggðalán; f) greiðslu- og uppgjörskerfi. Raunhæfar hömlur verður að setja gegn arðsókn af öllum þessum síðastnefndum þáttum og gera kröfur um þjónustu, gæði og starfshætti. Annaðhvort verður að kveða á um fullkomna aðgreiningu fjármálafyrirtækja, þannig að sparisjóður sé sér og fjárfestinga- og fyrirtækjabanki sér og svo framvegis, eða a.m.k. tryggja stjórnunar-, fjárhags- og áhættuaðgreiningu. Tryggingasjóður sparifjár verður að vera sér og tryggingasjóður fjárfesta sér. Efla ber sjálfstæði Bankasýslu ríkisins og tryggja fjarlægð frá flokkshagsmunum. Sambærilegt á við um kosningu bankaráðs Seðlabankans og val í peningastefnunefnd. Styrkja verður Fjármálaeftirlitið, herða tök þess og fjölga heimiluðum aðgerðum. Ákvarða verður um hlutverk Samkeppniseftirlits og Neytendastofu. – En auðvitað hrópar það á alla að það vantar sparisjóð, án arðsóknar, sem hafi allt landið að starfssvæði og einbeiti sér að því að þjóna heiðarlegu fólki á heiðarlegan hátt.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nýskipan fjármálakerfisins stendur fyrir dyrum. Trúlega verða hér aðeins tveir bankar, og jafnvel eitt erlent útibú, ef bönkum verður leyft, eins og hingað til, að veita alhliða fjármálaþjónustu. Fjármálaráðherra verður ráðandi í öðrum bankanum og erlendir fjármálamenn í hinum. Hætt er við að þetta fákeppniskerfi mótist um of af stjórnmálum í annan endann og erlendri stjórn í hinn. Báðir þessir bankar verða svo kerfismikilvægir að þeir njóta ríkisábyrgðar, jafnvel þótt stjórnmálamenn og bankastjórar afneiti því meðan vel gengur. Almenningur verður látinn taka öll vandræði á sig. Þessum vanda verður að mæta strax. Tryggja verður sérgreiningu fjármálafyrirtækja, eða fullnægjandi aðgreiningu ef leyft verður að hafa ólík svið innan sama fjármálafyrirtækis. Ákvarða verður að meirihluti stjórnarmanna búi á Íslandi. Tryggja verður fjarlægð frá flokkshagsmunum. Vanda verður ákvæði um eigið fé, lausafé og þjóðhagsvarúð sem bönkum verður ætlað að lúta. En einnig verður að girða utan um þessa þætti hvern um sig: a) innlán og sparnað einstaklinga og fjölskyldna; b) neytendalán; c) íbúðalán; d) námslán; e) byggðalán; f) greiðslu- og uppgjörskerfi. Raunhæfar hömlur verður að setja gegn arðsókn af öllum þessum síðastnefndum þáttum og gera kröfur um þjónustu, gæði og starfshætti. Annaðhvort verður að kveða á um fullkomna aðgreiningu fjármálafyrirtækja, þannig að sparisjóður sé sér og fjárfestinga- og fyrirtækjabanki sér og svo framvegis, eða a.m.k. tryggja stjórnunar-, fjárhags- og áhættuaðgreiningu. Tryggingasjóður sparifjár verður að vera sér og tryggingasjóður fjárfesta sér. Efla ber sjálfstæði Bankasýslu ríkisins og tryggja fjarlægð frá flokkshagsmunum. Sambærilegt á við um kosningu bankaráðs Seðlabankans og val í peningastefnunefnd. Styrkja verður Fjármálaeftirlitið, herða tök þess og fjölga heimiluðum aðgerðum. Ákvarða verður um hlutverk Samkeppniseftirlits og Neytendastofu. – En auðvitað hrópar það á alla að það vantar sparisjóð, án arðsóknar, sem hafi allt landið að starfssvæði og einbeiti sér að því að þjóna heiðarlegu fólki á heiðarlegan hátt.Höfundur er fv. skólastjóri
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun