Íslenska landsliðið gæti mest unnið sér inn 915 milljónir í Þjóðardeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 15:45 Íslensku strákarnir eru að búa til pening fyrir KSÍ. Vísir/Anton Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss). EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út verðlaunafé fyrir Þjóðardeildina sem fer af stað í haust en þar verður íslenska liðið í A-deild ásamt ellefu bestu knattspyrnulandsliðum Evrópu. Það er mikill munur á verðlaunafénu hvort þú spilar í A-deild eða B-deild. Liðin geta mest unnið sér inn 7,5 milljónir evra í A-deildinni en hámarksverðlaunafé þjóða í B-deildinni er „bara“ 2 milljónir evra eða næstum því fjórum sinnum minna. 7,5 milljónir evra eru 915 milljónir íslenskra króna en tvær milljónir evra eru rúmar 244 milljónir. Íslenska landsliðið er þegar búið að tryggja Knattspyrnusamband Íslands 1,5 milljónir evra en það fá allar þjóðirnar í A-deild fyrir að taka þátt. 183 milljónir eru því öruggar í kassann hjá KSÍ. Þjóðirnar í B-deild fá eina milljón evra (122 milljónir), þjóðirnar í C-deildinni 750 þúsund evrur (91 milljón) og þjóðirnar í D-deildinni fá bara 500 þúsund evrur (61 milljón). Það munar því miklu að vera í hópi tólf þjóða sem skipa A-deildina.The official result of the #NationsLeague draw! pic.twitter.com/H1fPteK7M1 — UEFA Nations League (@UEFAEURO) January 24, 2018 Ef Ísland nær að vinna riðilinn sinn þá fær KSÍ 183 milljónir íslenskra króna til viðbótar auk þess að allar fjórar þjóðirnar í úrslitum fá verðlaunfé fyrir sín lokasæti. Landsliðið í fyrsta sæti fær 4,5 milljónir evra (549 milljónir), liðið í öðru sæti fær 3,5 milljónir evra (427 milljónir), liðið í þriðja sæti fær 2,5 milljónir evra (305 milljónir) og liðið í fjórða sæti fær 1,5 milljónir (183 milljónir).The UEFA #NationsLeague won't just add competitiveness to the international calendar. It will also be an important source of revenue for all 55 member associations taking part. Find out more https://t.co/v6eiW2jtHa — UEFA (@UEFA) March 23, 2018 Takist íslenska landsliðinu að vinna sinn riðil þá fær liðið alltaf að minnsta kosti þrjár milljónir evra, 366 milljónir íslenskra króna, fyrir þann árangur. Íslenska landsliðið er í riðli með Belgíu og Sviss en fyrsti leikur liðsins er úti í Sviss 8. september. Heimaleikirnir fara fram 11. september (Belgía) og 15. október (Sviss).
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira