Heimir um meiðsli Gylfa: „Kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson ætti að vera klár fyrir HM. Sem betur fer. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30