Langþreyta eftir lausnum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2018 08:15 Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun