Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 08:30 Heimir Hallgrímsson gæti hætt að þjálfa íslenska liðið. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, á vafalítið eina áhugaverðustu sögu allra þjálfaranna á HM í Rússlandi í sumar ef ekki einfaldlega þá allra áhugaverðustu. Eyjamaðurinn starfar, eins og alþjóð og brátt heimurinn veit, sem tannlæknir samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari en fyrir aðeins tólf árum var hann að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu. Eftir þrjá mánuði gengur hann við hlið Lionel Messi inn á völlinn á stærsta fótboltamóti heims. Heimir ræddi þessa ótrúlegu sögu sína við fjölmiðlamanninn Roger Bennett sem er annar hlutinn af tvíeykinu Men in Blazers. MiB hefur haldið úti einu allra vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims í mörg ár en Bennett og félagi hans, Michael Davies, eru einnig með vikulegan sjónvarpsþátt um ensku úrvalsdeildina á NBC. Bennett er heillaður af uppgangi íslenska landsliðsins og gerði hann stutta heimildamynd fyrir Vice um Víkingana sem komu Evrópu á óvart og komust á EM 2016. Vísir ræddi við hann um það verkefni í maí fyrir tveimur árum.Lagði tannlækningar á hliðina Bennett nýtti tækifærið fyrst Heimir var staddur í New York og fékk hann til sín í hljóðver en 20 mínútna spjall þeirra er virkilega áhugavert og skemmtilegt. Bretinn á ekki orð yfir sögu Heimis sem hann segir ótrúlega hvetjandi fyrir aðra. „Þegar að ég horfi til baka eftir nokkur ár mun mér eflaust finnast þetta skrítið, en hlutirnir hafa komið til mín hver á fætur öðrum. Þannig hefur lífið mitt verið,“ segir Heimir sem þjálfaði börn og unglinga í 17 ár en hann stýrði einnig karla- og kvennaliði ÍBV. „Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið og ég hef notið mín í hverju starfi. Ég er aldrei að hugsa um að grasið sé grænna hinum megin heldur reyni ég að njóta hverrar stundar.“ Móðir Heimis hafði lítinn húmor fyrir því að hann væri að leggja tannlækningarnar á hilluna enda var hún búin að greiða menntaveginn fyrir strákinn. „Það er skrítið að vera í þessu þegar maður er búinn með sex ára háskólanám í tannlækningum sem borga vel. Ég þjálfaði alltaf meðfram því að vinna sem tannlæknir en þegar að mér bauðst að verða þjálfari í fullu starfi greip ég það þrátt fyrir að mamma væri ekki sátt,“ segir Heimir og hlær. „Hún spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa. Hún var búin að borga fyrir mig sex ára nám og nú var ég kominn í starf þar sem hægt var að reka mig næsta dag. Maður á að njóta stundarinnar og elta drauma sína.“Erum með gott lið Heimir er fullur sjálfstraust fyrir HM eftir velgengni strákanna okkar undanfarin ár en hann er þó raunsær þegar kemur að því að liðið nái markmiði sínu. „Vonandi getum við gert það sem við viljum gera og spilað vel. Við erum ekki með bestu leikmenn heims, en við erum með mjög gott lið. Ef við spilum eftir okkar einkenni og spilum með hjartanu og erum skipulagðir eigum við möguleika í öll lið. Við þurfum samt líka aðeins á heppni að halda,“ segir hann. „Við vitum að við getum tapað fyrir liðum eins og Argentínu og Þýskalandi þrátt fyrir að spila besta leik lífs okkar þannig að við þurfum smá heppni til að ná okkar markmiði sem er að komast upp úr riðlinum.“ Bennett spyr Heimi hver er stóri draumurinn og Eyjamaðurinn, sem er kominn þetta langt með íslenska liðið, segir að það sé hreinlega að fara alla leið. „Það sem alla leikmenn og alla krakka dreymir um þegar að þeir eru ungir er að lyfta bikarnum. Það er draumurinn. Það er draumur sem allir eiga, ekki bara ég heldur allir. Er hann raunverulegur? Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Heimir. „Við eigum möguleika eins og allir aðrir en hann er kannski minni hjá veðmálafyrirtækjunum. Þetta er draumur allra og maður á ekki að vera hræddur við að segja það,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, á vafalítið eina áhugaverðustu sögu allra þjálfaranna á HM í Rússlandi í sumar ef ekki einfaldlega þá allra áhugaverðustu. Eyjamaðurinn starfar, eins og alþjóð og brátt heimurinn veit, sem tannlæknir samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari en fyrir aðeins tólf árum var hann að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu. Eftir þrjá mánuði gengur hann við hlið Lionel Messi inn á völlinn á stærsta fótboltamóti heims. Heimir ræddi þessa ótrúlegu sögu sína við fjölmiðlamanninn Roger Bennett sem er annar hlutinn af tvíeykinu Men in Blazers. MiB hefur haldið úti einu allra vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims í mörg ár en Bennett og félagi hans, Michael Davies, eru einnig með vikulegan sjónvarpsþátt um ensku úrvalsdeildina á NBC. Bennett er heillaður af uppgangi íslenska landsliðsins og gerði hann stutta heimildamynd fyrir Vice um Víkingana sem komu Evrópu á óvart og komust á EM 2016. Vísir ræddi við hann um það verkefni í maí fyrir tveimur árum.Lagði tannlækningar á hliðina Bennett nýtti tækifærið fyrst Heimir var staddur í New York og fékk hann til sín í hljóðver en 20 mínútna spjall þeirra er virkilega áhugavert og skemmtilegt. Bretinn á ekki orð yfir sögu Heimis sem hann segir ótrúlega hvetjandi fyrir aðra. „Þegar að ég horfi til baka eftir nokkur ár mun mér eflaust finnast þetta skrítið, en hlutirnir hafa komið til mín hver á fætur öðrum. Þannig hefur lífið mitt verið,“ segir Heimir sem þjálfaði börn og unglinga í 17 ár en hann stýrði einnig karla- og kvennaliði ÍBV. „Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið og ég hef notið mín í hverju starfi. Ég er aldrei að hugsa um að grasið sé grænna hinum megin heldur reyni ég að njóta hverrar stundar.“ Móðir Heimis hafði lítinn húmor fyrir því að hann væri að leggja tannlækningarnar á hilluna enda var hún búin að greiða menntaveginn fyrir strákinn. „Það er skrítið að vera í þessu þegar maður er búinn með sex ára háskólanám í tannlækningum sem borga vel. Ég þjálfaði alltaf meðfram því að vinna sem tannlæknir en þegar að mér bauðst að verða þjálfari í fullu starfi greip ég það þrátt fyrir að mamma væri ekki sátt,“ segir Heimir og hlær. „Hún spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa. Hún var búin að borga fyrir mig sex ára nám og nú var ég kominn í starf þar sem hægt var að reka mig næsta dag. Maður á að njóta stundarinnar og elta drauma sína.“Erum með gott lið Heimir er fullur sjálfstraust fyrir HM eftir velgengni strákanna okkar undanfarin ár en hann er þó raunsær þegar kemur að því að liðið nái markmiði sínu. „Vonandi getum við gert það sem við viljum gera og spilað vel. Við erum ekki með bestu leikmenn heims, en við erum með mjög gott lið. Ef við spilum eftir okkar einkenni og spilum með hjartanu og erum skipulagðir eigum við möguleika í öll lið. Við þurfum samt líka aðeins á heppni að halda,“ segir hann. „Við vitum að við getum tapað fyrir liðum eins og Argentínu og Þýskalandi þrátt fyrir að spila besta leik lífs okkar þannig að við þurfum smá heppni til að ná okkar markmiði sem er að komast upp úr riðlinum.“ Bennett spyr Heimi hver er stóri draumurinn og Eyjamaðurinn, sem er kominn þetta langt með íslenska liðið, segir að það sé hreinlega að fara alla leið. „Það sem alla leikmenn og alla krakka dreymir um þegar að þeir eru ungir er að lyfta bikarnum. Það er draumurinn. Það er draumur sem allir eiga, ekki bara ég heldur allir. Er hann raunverulegur? Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Heimir. „Við eigum möguleika eins og allir aðrir en hann er kannski minni hjá veðmálafyrirtækjunum. Þetta er draumur allra og maður á ekki að vera hræddur við að segja það,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira