Elsti vopnaframleiðandi Bandaríkjanna í kröggum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 10:25 Remington hefur verið starfrækt í 202 ár. Vísir/Getty Remington Outdoor Co Inc., elsti og einn stærsti skotvopnaframleiðandi Bandaríkjanna, hefur sótt um greiðsluskjól vegna hárra skulda. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu reyna að semja við lánadrottna sína og halda fyrirtækinu þannig starfandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dregið úr sölu fyrirtækisins á undanförnum árum og sömuleiðis hafa málaferli vegna Sandy Hook fjöldamorðsins kostað fyrirtækið verulega. Í febrúar hafði Remington, sem hefur verið starfrækt í 202 ár, gert samkomulag við lánadrottna um að lækka skuldir fyrirtækisins um 700 milljónir dala og auka eigið fé fyrirtækisins um 145 milljónir. Það virðist þó hafa dugað skammt. Tekjur fyrirtækisins vegna sölu skotvopna árið 2017 lækkuðu um þriðjung miðað við árið 2016. Samkvæmt heimildum Reuters munu núverandi eigendur Remington, Cerberus Capital Management LP, missa stjórn á fyrirtækinu og stærstu lánadrottnar þess, Franklin Templeton Investments og JPMorgan Asset Management, taka við stjórnartaumunum. Cerberus hafði reynt að selja Remington eftir að Bushmaster riffill frá fyrirtækinu hafði verið notaður til að myrða 20 börn og sex fullorna í skóla í Sandy Hook árið 2012, en án árangurs. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa staðið í langvarandi málaferlum við fyrirtækið síðan. Bandaríkin Skotvopn Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Remington Outdoor Co Inc., elsti og einn stærsti skotvopnaframleiðandi Bandaríkjanna, hefur sótt um greiðsluskjól vegna hárra skulda. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu reyna að semja við lánadrottna sína og halda fyrirtækinu þannig starfandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dregið úr sölu fyrirtækisins á undanförnum árum og sömuleiðis hafa málaferli vegna Sandy Hook fjöldamorðsins kostað fyrirtækið verulega. Í febrúar hafði Remington, sem hefur verið starfrækt í 202 ár, gert samkomulag við lánadrottna um að lækka skuldir fyrirtækisins um 700 milljónir dala og auka eigið fé fyrirtækisins um 145 milljónir. Það virðist þó hafa dugað skammt. Tekjur fyrirtækisins vegna sölu skotvopna árið 2017 lækkuðu um þriðjung miðað við árið 2016. Samkvæmt heimildum Reuters munu núverandi eigendur Remington, Cerberus Capital Management LP, missa stjórn á fyrirtækinu og stærstu lánadrottnar þess, Franklin Templeton Investments og JPMorgan Asset Management, taka við stjórnartaumunum. Cerberus hafði reynt að selja Remington eftir að Bushmaster riffill frá fyrirtækinu hafði verið notaður til að myrða 20 börn og sex fullorna í skóla í Sandy Hook árið 2012, en án árangurs. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa staðið í langvarandi málaferlum við fyrirtækið síðan.
Bandaríkin Skotvopn Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira