Sannleikurinn um Trump Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun