Eru leikskólar fyrsta skólastigið, eða staðir þar sem við viljum geyma börn? Nichole Leigh Mosty skrifar 25. mars 2018 20:55 Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar