Trump og Biden deila um hver myndi lemja hvern Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2018 11:22 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/Getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira