„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:30 Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira