Eric Cantona: Auðmýktin einkennir íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 19:45 Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira